Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hvor fn
 
framburður
 beyging
 um tvo eða tvennt
 1
 
 (í upphafi beinnar spurningar um tvo eða tvennt) annar eða hinn?
 dæmi: hvor stelpan er eldri?
 dæmi: í hvorum fætinum finnurðu meira til?
 dæmi: hvor ykkar heitir Jón?
 dæmi: hvort viltu frekar fara í bíó eða leikhúsið?
 2
 
 (sem tengiorð í upphafi spurnaraukasetningar; um tvo eða tvennt) annar eða hinn
 dæmi: við vissum ekki í hvora áttina við áttum að fara
 dæmi: hún spurði mig hvora bókina mig langaði meira í
 dæmi: við veltum fyrir okkur hvort við ættum að fara strax eða svolítið seinna
 3
 
 hver einstakur af pari eða tvennd
 dæmi: hún er með tvo hringa á hvorri hendi
 dæmi: ég get notað hvorn pennann sem er
 dæmi: systurnar eiga tvö börn hvor
 dæmi: hvort bindi fyrir sig er yfir 400 blaðsíður
 hvort heldur (sem)
 
 sama hvort er af tvennu
 dæmi: Jóna ætlar að gera þetta hvort heldur sem þér líkar það vel eða illa
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík