Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hvorum megin ao
 
framburður
 1
 
 í spurningu: á hvorri hlið (af tveimur mögulegum)
 dæmi: hvorum megin götunnar býrð þú?
 2
 
 í spurnaraukasetningu: á hvorri hlið, til hvorrar hliðar
 dæmi: ég vissi ekki hvorum megin brautarpallurinn væri
 3
 
 um afstöðu: til hvorrar hliðar
 dæmi: það eru fimm dyr hvorum megin á ganginum
 sinn hvorum megin
 
 einn á þessari hlið, annar á hinni hliðinni
 dæmi: þeir stóðu sinn hvorum megin við limgerðið
 dæmi: marmaraljón eru sitt hvorum megin við hliðið
 dæmi: á myndinni eru systurnar sín hvorum megin við móður sína
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík