Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hugi no kk
 
framburður
 beyging
 hugsun, hugur
 dreifa huganum
 
 dæmi: ég saumaði út til að dreifa huganum
 hafa <þetta> í huga
 
 dæmi: hvað þarf að hafa í huga við kaup á íbúð?
 herða upp hugann
 
 taka í sig kjark
 dæmi: hann herti upp hugann og bað um frí
 láta hugann reika
 
 dæmi: hún sat á steini og lét hugann reika
 leiða hugann að <atvikinu>
 
 dæmi: hann leiddi hugann að ástarsambandi þeirra
 vera með hugann við <námið>
 
 dæmi: hún er með allan hugann við vinnuna
 <mér> er <þetta> ofarlega í huga
 
 dæmi: samskipti manna eru ofarlega í huga höfundarins
 <þakka henni> af heilum huga
 
 dæmi: hann fagnaði árangri mínum af heilum huga
 <leggja út í þetta> með hálfum huga
 
 ... með efasemdum, hikandi
 dæmi: hún skrifaði undir blaðið með hálfum huga
 <nálgast málið> með opnum huga
 
 dæmi: hann byrjaði í nýja starfinu með opnum huga
 hugur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík