Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hugur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 starfsemi heilans, hugsun
 láta sér þetta ekki til hugar koma
 <mér> kemur <gamalt atvik> í hug
 2
 
 löngun, áhugi
 hafa hug á <starfinu>
 hugur <hans> stendur til þess að <verða bóndi>
  
orðasambönd:
 það er hugur í <honum>
 
 það er kapp og ákafi í honum
 eiga/vinna hug og hjörtu <áhorfenda>
 
 heilla áhorfendur
 gera upp hug sinn
 
 ákveða sig
 hugur fylgir máli
 
 þetta eru ekki orðin tóm
 <mér> blandast ekki hugur um að <henni hefur mislíkað þetta>
 
 ég geri mér fulla grein fyrir því að ...
 <mér> dettur ekki í hug að <biðjast afsökunar>
 
 það er fjarri mér að ...
 skoða hug sinn
 
 átta sig á afstöðu sinni
 tala þvert um hug sér
 
 tala gegn skoðun sinni
 vera annars hugar
 
 vera utan við sig, vera einbeitingarlaus
 vera eins og hugur manns
 
 vera þægilegur, án vandræða
 <fremja afbrot> af ráðnum hug
 
 ...af ásettu ráði, viljandi
 <óska þessa> af heilum hug
 
 óska þess innilega
 <mér> datt <þetta> í hug
 
 það flögraði að mér, ég fékk þessa hugmynd
 <þau> fella hugi saman
 
 þau eru ástfangin, hrifin
 <mér> hrýs hugur við <þessari fyrirætlun>
 
 mér líst ekki á hana, ég óttast hana
 <honum> snýst hugur
 
 hann skiptir um skoðun
 hugi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík