Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

takast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 a
 
 frumlag: nefnifall
 heppnast, lánast, lukkast (vel eða illa)
 dæmi: leiksýningin tókst mjög vel
 b
 
 frumlag: þágufall
 geta framfylgt ætlun sinni, heppnast (e-ð)
 dæmi: honum tókst að festa spegilinn á vegginn
 dæmi: mér tókst ekki að koma bílnum í gang
 2
 
 takast í hendur
 
 heilsast/kveðjast með handabandi
 dæmi: við tókumst þétt í hendur
 3
 
 það tekst með þeim <vinátta>
 
 þeir verða vinir
 það takast með þeim <ástir>
 
 þau verða ástfangin
 4
 
 takast + á
 
 a
 
 takast á um <embætti formannsins>
 
 etja kappi, keppa um það
 b
 
 takast <starfið> á hendur
 
 taka að sér starfið, byrja að sinna starfinu
 dæmi: hún tókst á hendur enskukennslu við skólann
 c
 
 takast á loft
 
 vera feykt upp í loft (af vindi)
 dæmi: báturinn tókst á loft í óveðrinu
 5
 
 takast + á við
 
 takast á við <þetta>
 
 glíma við þetta, reyna við þetta
 dæmi: við urðum að takast á við mörg vandamál í byrjun
 6
 
 takast + til
 
 það tekst <þannig> til
 
 það fer á þann hátt
 dæmi: það tókst svo óheppilega til að bílinn valt á hliðina
 7
 
 takast + upp
 
 <honum> tekst <vel> upp
 
 frumlag: þágufall
 hann gerir þetta vel, hann stendur sig vel
 dæmi: öllum söngvurunum tókst ágætlega upp á skemmtuninni
 taka
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík