Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tak no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að taka eitthvað, halda í e-ð
 ná taki á <reipinu>
 losa um takið
 missa takið
 
 dæmi: hún missti takið á reipinu og féll niður
 sleppa takinu
 2
 
 verkur, sársauki, t.d. af ofreynslu eða rangri líkamsbeitingu
 dæmi: hann fékk tak í bakið eftir flutningana
  
orðasambönd:
 hafa/vera með <margt> í takinu
 
 sinna mörgum verkefnum
 dæmi: hún er með fjögur verkefni í takinu núna
 <verkfærin> eru til taks
 
 verkfærin eru tilbúin, eru til reiðu
 dæmi: slökkvitæki er til taks ef á þarf að halda
 dæmi: hjúkrunarfræðingur verður til taks fyrir ferðafólkið
 taka sér tak
 
 beita sig sjálfsaga, gera átak með sjálfan sig
 dæmi: ég ætla að taka mér tak og minnka sælgætisátið
 tök
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík