Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

taka so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 grípa (e-ð) með hendinni, ná taki (á e-u) með hendinni
 dæmi: hann tók bókina af borðinu
 dæmi: taktu bíómiðann þinn
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 ná taki á (e-m), þrífa í (e-n)
 dæmi: lögreglan tók bankaræningjana
 taka <hann> fastan
 taka <hana> til fanga
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 ná gögnum, afla gagna og halda e-u eftir
 taka mynd
 taka afrit
 taka <sýni>
 
 dæmi: læknirinn tók blóðprufu úr sjúklingnum
 taka dæmi
 
 dæmi: við skulum taka einfalt dæmi
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 ná utan um, rúma (e-ð)
 dæmi: kannan tekur tvo lítra
 dæmi: salurinn tekur 200 manns í sæti
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 veita (e-m) (góðar eða slæmar) móttökur
 dæmi: bankastjórinn tók mér vel
 taka <gestinum> opnum örmum
 6
 
 fallstjórn: þágufall
 sýna (e-u) (góðar eða slæmar) undirtektir eða viðbrögð
 dæmi: þjónninn tók því illa þegar við kvörtuðum
 dæmi: fundarmenn tóku tillögunni vel
 dæmi: veistu hvernig hún tók fréttinni?
 7
 
 fallstjórn: þolfall
 sýna (e-u) viss viðbrögð eða túlkun
 dæmi: ég tek orð hennar ekki alvarlega
 dæmi: hann tók þögn hennar sem samþykki
 8
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 taka sér <frí>
 
 fá sér frí
 taka sér <nýtt nafn>
 
 fá sér nýtt nafn
 taka sér tak
 
 herða sig, bæta ráð sitt
 9
 
 taka á rás
 
 fara að hlaupa
 taka á sprett
 
 fara að hlaupa
 taka til fótanna
 
 fara að hlaupa
 10
 
 sem háttarsögn: byrja
 dæmi: það var tekið að kólna
 dæmi: menn tóku að ókyrrast
 11
 
 það tekur því <ekki>
 
 það svarar <ekki> fyrirhöfn eða kostnaði, það borgar sig <ekki>
 dæmi: það tekur því varla að gera við gamla bílinn
 dæmi: við vorum næstum komin á leiðarenda svo það tók því ekki að stoppa
 12
 
 taka + að
 
 a
 
 taka <þetta> að sér
 
 fallstjórn: þolfall
 samþykkja að gera þetta
 dæmi: hann tekur að sér allt of mörg verkefni
 b
 
 taka <drenginn> að sér
 
 fallstjórn: þolfall
 taka hann í fóstur, fóstra hann
 13
 
 taka + af
 
 a
 
 taka af sér <húfuna>
 
 fjarlægja húfuna af sér, fara úr henni
 dæmi: hún tók af sér úrið og gleraugun
 b
 
 taka <fangann> af lífi
 
 aflífa, drepa fangann
 c
 
 frumlag: þolfall
 <þetta> tekur <fljótt> af
 
 þetta stendur stutt, er fljótt búið
 dæmi: það var sárt hjá tannlækninum en það tók fljótt af
 14
 
 taka + aftur
 
 a
 
 taka <orð sín> aftur
 
 fallstjórn: þolfall
 draga orð sín til baka
 b
 
 taka aftur gleði sína
 
 hætta að vera dapur, verða aftur glaður
 15
 
 taka + á
 
 a
 
 taka á <málinu>
 
 taka það föstum tökum, afgreiða það
 dæmi: skólastjórinn tók á málinu með festu
 dæmi: forstjórinn tekur aldrei á neinu sem kemur upp
 taka <mildilega> á <afbrotinu>
 
 bregðast mildilega við því
 b
 
 taka sig á
 
 herða sig, bæta líferni sitt
 dæmi: hann tók sig á og hætti að drekka
 c
 
 taka á öllu sínu
 
 nota kraftana til hins ýtrasta
 dæmi: hún varð að taka á öllu sínu til að klára maraþonhlaupið
 taka á honum stóra sínum
 
 nota kraftana til hins ýtrasta
 16
 
 taka + á móti
 
 a
 
 taka á móti <gestunum>
 
 heilsa gestunum og sinna þeim þegar þeir koma
 taka á móti <vörusendingu>
 
 fá hana í hendur þegar hún berst, veita henni viðtöku
 b
 
 taka á móti barni
 
 hjálpa við fæðingu barns
 17
 
 taka + eftir
 
 taka eftir <manninum>
 
 koma auga á hann, veita honum athygli
 dæmi: ég tók eftir því að bókin var ekki í hillunni
 18
 
 taka + fram
 
 a
 
 taka fram <diska og hnífapör>
 
 fallstjórn: þolfall
 koma með það, stilla því upp
 b
 
 taka <þetta> fram
 
 fallstjórn: þolfall
 nefna þetta sérstaklega
 dæmi: hún tók það fram að kaffið væri ókeypis
 dæmi: ég vil taka það skýrt fram að myndataka hér er óleyfileg
 c
 
 taka <henni> fram
 
 fallstjórn: þágufall
 vera henni fremri, vera betri, fallegri, duglegri en hún
 dæmi: nýja leikritið tekur hinu langt fram
 19
 
 taka + fram úr
 
 taka fram úr <bílnum>
 
 aka fram úr bílnum, fara fram fyrir hann á veginum
 20
 
 taka + fram yfir
 
 taka <þetta> fram yfir <hitt>
 
 vilja þetta heldur en hitt
 dæmi: hún tekur hvítvín fram yfir bjór
 21
 
 taka + frá
 
 taka frá <tvö sæti>
 
 halda sætunum fráteknum, láta geyma þau fyrir sig
 dæmi: ég lét taka frá jakka í búðinni
 22
 
 taka + fyrir
 
 a
 
 taka <þetta> fyrir
 
 fjalla um þetta, taka það til meðferðar, umfjöllunar
 dæmi: í dag tók kennarinn fyrir jarðskjálfta og eðli þeirra
 dæmi: málið verður tekið fyrir á fundinum
 b
 
 taka <greiðslu> fyrir <þetta>
 
 þiggja borgun fyrir þetta
 dæmi: leiðsögumaðurinn tók ekkert fyrir að sýna okkur rústirnar
 c
 
 taka fyrir <svindlið>
 
 koma í veg fyrir svindlið
 dæmi: það er búið að taka fyrir að nemendur séu með sígarettur
 það tekur fyrir <draugaganginn>
 
 draugagangurinn hættir
 23
 
 taka + inn
 
 a
 
 taka inn <lyfið>
 
 innbyrða, gleypa lyfið
 b
 
 taka <hana> inn í <skólann>
 
 veita henni aðgang að skólanum
 24
 
 taka + inn á
 
 taka <þetta> inn á sig
 
 láta þetta snerta sig, særa sig
 dæmi: ég tek ekki inn á mig það sem hún sagði
 25
 
 taka + í
 
 a
 
 taka <vel> í <þetta>
 
 veita þessu góðar undirtektir, bregðast vel við þessu
 dæmi: hann tók vel í að vera þeim til ráðgjafar
 b
 
 taka í <hana>
 
 refsa henni líkamlega (fyrir óknytti)
 taka í lurginn á <honum>
 
 refsa honum, tuska hann til í refsingarskyni
 c
 
 taka í nefið
 
 sjúga neftóbak upp í nefið
 26
 
 taka + í gegn
 
 taka <eldhúsið> í gegn
 
 endurnýja eldhúsið, gera það fínt
 27
 
 taka + í sundur
 
 taka <útvarpið> í sundur
 
 skrúfa það í litlar einingar sínar
 28
 
 taka + með
 
 taka með (sér) <regnhlíf>
 
 koma með regnhlíf
 dæmi: við tókum með tvö tjöld
 29
 
 taka + niðri
 
 <skipið> tekur niðri
 
 skipið nýst við botninn
 30
 
 taka + niður fyrir
 
 taka niður fyrir sig
 
 giftast manni (konu) af lægri stigum
 31
 
 taka + nærri
 
 taka <orð hans> nærri sér
 
 þykja þau sár, særandi
 dæmi: höfundurinn tók gagnrýnina mjög nærri sér
 32
 
 taka + ofan
 
 taka ofan
 
 lyfta hattinum í virðingarskyni
 taka ofan fyrir <henni>
 
 lyfta hattinum fyrir henni, einnig í óeiginlegri merkingu
 dæmi: ég tek ofan fyrir sjálfboðaliðunum fyrir óeigingjarnt starf þeirra
 33
 
 taka + saman
 
 a
 
 taka saman <leikföngin>
 
 tína þau upp og láta á sinn stað
 b
 
 taka saman <skýrslu>
 
 búa til skýrslu
 34
 
 taka + saman við
 
 taka saman
 
 hefja ástarsamband
 dæmi: þau eru tekin saman aftur
 taka saman við <hana>
 
 fara að vera með henni, vera í ástarsambandi við hana
 dæmi: hann er tekinn saman við unga leikkonu
 35
 
 taka + til
 
 a
 
 taka til
 
 gera snyrtilegt í kringum sig, koma hlutum á sinn stað
 dæmi: börnin tóku vel til eftir sig
 dæmi: ég ætla að taka til á skrifborðinu mínu
 b
 
 taka til hendi(nni)
 
 vera framtakssamur, duglegur
 c
 
 taka til <kvöldmat>
 
 útbúa, setja saman kvöldmat
 d
 
 taka til starfa
 
 hefja störf, vinnu eða vinnslu
 dæmi: verksmiðjan tók til starfa í fyrra
 e
 
 taka <orð hans> til sín
 
 heimfæra orð hans upp á sjálfan sig
 f
 
 láta <mál fatlaðra> til sín taka
 
 hafa uppbyggileg afskipti af málum fatlaðra
 g
 
 taka sig til
 
 gera sig tilbúinn
 dæmi: þær tóku sig til fyrir útileguna
 h
 
 taka sig til og <skrifa grein>
 
 láta verða af því
 dæmi: þau tóku sig til og máluðu húsið
 36
 
 taka + til við
 
 taka til við að <syngja>
 
 byrja að syngja
 37
 
 taka + undir
 
 a
 
 taka undir <orð hans>
 
 samsinna orðum hans, bregðast jákvætt við orðum hans
 b
 
 taka undir sönginn
 
 koma inn í sönginn, syngja með hinum
 c
 
 það tekur undir <í fjöllunum>
 
 það bergmálar í fjöllunum
 38
 
 taka + upp
 
 a
 
 taka upp <símtólið>
 
 lyfta símtólinu
 b
 
 taka upp <nýjar aðferðir>
 
 byrja að nota nýjar aðferðir
 c
 
 taka upp <flösku>
 
 taka tappann úr fösku (gosflösku, vínflösku)
 d
 
 taka upp <kartöflur>
 
 grafa þær úr jörð (líka rófur og gulrætur)
 e
 
 taka upp <tónleikana>
 
 hljóðrita tónleikana
 f
 
 taka <nemandann> upp
 
 láta hann svara spurningum
 g
 
 taka <málefnið> upp
 
 fjalla um það
 dæmi: málið var tekið upp á fundinum
 h
 
 <sjúkdómurinn> tekur sig upp aftur
 
 hann kemur aftur (eftir nokkurt hlé)
 i
 
 snjóinn tekur upp
 
 frumlag: þolfall
 snjórinn hverfur
 39
 
 taka + upp á
 
 taka upp á <þessum ósið>
 
 hefja þetta uppátæki, byrja að stunda þennan ósið
 40
 
 taka + utan af
 
 taka utan af <pakkanum>
 
 fjarlægja bréfið af pakkanum
 41
 
 taka + utan um
 
 taka utan um <hana>
 
 faðma hana
 42
 
 taka + út
 
 a
 
 taka út <peningaupphæð>
 
 taka hana af bankareikningi
 b
 
 taka út refsingu
 
 þola refsingu
 c
 
 taka út þjáningar
 
 þola þjáningar, þjást
 d
 
 taka <verkið> út
 
 líta yfir verkið og meta það (hvort það standist gerðar kröfur)
 43
 
 taka + við
 
 a
 
 taka við (af honum)
 
 halda áfram þar sem hann hætti
 dæmi: ég þarf að hætta núna, viltu taka við?
 dæmi: hún tók við af gamla forstjóranum
 b
 
 taka við <bréfinu>
 
 veita því viðtöku
 dæmi: hann tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn
 44
 
 taka + yfir
 
 a
 
 taka yfir <reksturinn>
 
 taka við rekstrinum (af öðrum)
 b
 
 taka yfir <heiminn>
 
 leggja undir sig heiminn
 dæmi: arfinn er búinn að taka yfir blómabeðin
 takast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík