Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gegna so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 hlýða (e-m)
 dæmi: hann gegndi ekki mömmu sinni
 dæmi: við gegnum fyrirmælum verkstjórans
 2
 
 annast (e-t hlutverk), sinna (e-u hlutverki)
 dæmi: hún gegnir starfi dómsmálaráðherra
 dæmi: hann hefur aldrei gegnt herþjónustu
 dæmi: þetta tæki gegnir mikilvægu hlutverki
 dæmi: ráðamenn eiga að gegna skyldu sinni við þjóðina
 3
 
 það gegnir sama máli <um þetta>
 
 því er líkt farið með þetta
 dæmi: skáldsagan er spennandi og sama máli gegnir um bíómyndina
 það gegnir öðru máli um <þetta>
 
 því er ólíkt farið með þetta
 dæmi: silungsveiði er með besta móti en öðru máli gegnir um laxinn
 <þetta> gegnir furðu
 
 þetta er furðulegt
 <þetta gerðist> þegar verst gegndi
 
 þetta gerðist þegar verst stóð á
 <tala lengur> en góðu hófi gegnir
 
 tala óhóflega lengi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík