Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hrærast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 vera hrærður saman
 dæmi: deigið hrærðist ekki nógu vel í vélinni
 2
 
 finna til geðshræringar
 dæmi: undarlegar tilfinningar hrærðust í brjósti hans
 hrærast til meðaumkunar
 3
 
 vera á lífi, hreyfast
 dæmi: allt líf sem hrærist á jörðinni er heilagt
 lifa og hrærast í <skólastarfinu>
 
 verja kröftum sínum og áhuga í skólastarfið
 4
 
 hreyfast
 dæmi: ekkert hrærðist á götunum nema einn köttur
 hræra
 hrærður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík