Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hræra so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 blanda (e-ð) með sleif eða tæki
 dæmi: hann hrærir í pottinum
 dæmi: hún hrærði saman vatn og hveiti
 dæmi: hrærið kryddinu saman við olíuna
 dæmi: þau hrærðu sykri út í kaffið sitt
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 hreyfa (sig)
 geta sig hvergi hrært
 
 dæmi: hann er mjög veikur og getur sig hvergi hrært
 hræra hvorki legg né lið
 hræra hvorki hönd né fót
 
 dæmi: hann hrærði hvorki hönd né fót til að hjálpa henni
 3
 
 breyta (e-u), hreyfa við (e-u)
 dæmi: ég bið ykkur að hræra ekki við neinu í kirkjunni
 dæmi: ráðherrarnir ætla að fara að hræra í stjórnkerfinu
 4
 
 vekja tilfinningar (e-s), koma (e-m) í geðshræringu
 dæmi: sagan hrærir við lesandanum
 dæmi: frásögnin hrærði hjörtu viðstaddra
 hræra <hana> til meðaumkunar
 hrærast
 hrærður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík