Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ekkert fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 form: hvorugkyn
 1
 
 sérstætt
 (um ótilgreinda hluti eða fyrirbæri) ekki neitt, ekki eitt einasta
 dæmi: ekkert bendir til þess að samkomulagið muni skána
 dæmi: hann vildi engu lofa um framhaldið
 dæmi: þeir vonuðu það besta en væntu sér einskis
 enginn
 2
 
 hliðstætt
 ekki nokkuð af því tagi sem vísað er til
 dæmi: við höfum ekkert vald til þess að breyta þessu
 dæmi: það skiptir engu máli þótt það rigni, við förum samt
 dæmi: það var ráðist á þá af engu tilefni
 enginn
 3
 
 sem atviksorð
 (með lýsingarorði eða atviksorði) ekki neitt
 dæmi: myndin var svo sem ekkert leiðinleg
 dæmi: það var ekkert óeðlilegt að leysa málið svona
 engu að síður
 
 samt, þrátt fyrir það (sem áður hefur komið fram)
 dæmi: miðarnir voru ódýrir en engu að síður varð ágóði af tónleikunum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík