Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ekki ao
 
framburður
 1
 
 táknar neitun með stöku orði eða í setningu
 dæmi: penninn er ekki í lagi
 dæmi: hún gaf honum ekki blóm
 dæmi: hann laug þessu ekki
 ekki það?
 
 dæmi: þú getur ekki skrifað smásögu - ekki það?
 2
 
 táknar bann eða viðvörun (með sögn í nafnhætti)
 dæmi: ekki hella vatni á gólfið
 dæmi: ekki hlaupa út á götuna
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Þegar verið er að boða einhverjum að gera ekki eitthvað skiptir máli hvort neitunin kemur á undan eða eftir sögninni. Komi neitunin á eftir sögninni er hún höfð í boðhætti, dæmi: <i>misstu ekki af þessu.</i> Komi neitunin hins vegar á undan sögninni er sögnin höfð í nafnhætti, dæmi: <i>ekki missa af þessu.</i> Hvort tveggja kemur vel til greina þó að fyrri möguleikinn sé yfirleitt talinn betra mál.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík