Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sterkur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem hefur mikla líkamlega eða andlega krafta, öflugur
 dæmi: hann var stór og sterkur maður
 dæmi: hún er sterk og þolir ýmislegt mótstreymi
 dæmi: flokkurinn hefur sterkan foringja
 dæmi: þörf er fyrir sterka forystu í grunnskólunum
 vera sterkur í <þýsku>
 
 vera fær, góður í þýsku
 2
 
 sem þolir átak og álag, sem slitnar ekki auðveldlega, slitsterkur
 dæmi: buxur úr sterku efni
 dæmi: sterkur kaðall
 dæmi: húsin eru sterk og standa af sér öll veður
 3
 
 sem veldur miklum áhrifum
 dæmi: sterk sýra
 dæmi: sterkur ilmur af birkitrjám
 dæmi: sterkt bragð af sítrónu
 dæmi: hún fékk sér bolla af sterku kaffi
 dæmi: ég varð fyrir sterkum áhrifum af bíómyndinni
 sterkt vín
 
 vín með hárri alkóhólprósentu
 4
 
 sem felur í sér mikla orku
 dæmi: sterkt sólarljós
 dæmi: sterkir hafstraumar
 dæmi: sterkt segulmagn
 6
 
 kröftugur, ákveðinn
 dæmi: sterkur vilji
 dæmi: sterkar vísbendingar
 dæmi: sterk tilfinning
 dæmi: hann hefur sterkan grun um hver stal peningunum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík