Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sauma so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 festa (e-ð) saman með nál og tvinna, gera saum með nál og garni
 dæmi: þær sátu og saumuðu
 dæmi: hún saumaði buxur á dóttur sína
 dæmi: hún saumar allt flauel í höndunum
 dæmi: læknirinn saumaði sjúklinginn
 sauma fyrir <gatið>
 
 dæmi: hann saumaði fyrir opið á pokanum
 sauma <bútana> saman
 
 dæmi: ég ætla að sauma saman þessi tvö stykki
 sauma út
 
 sauma fallegan saum sem ætlað er að sjást, mynd eða mynstur
 dæmi: mér finnst notalegt að sauma út á kvöldin
 dæmi: börnin saumuðu út jólamyndir í skólanum
 útsaumaður
 2
 
 sauma að <henni>
 
 þjarma að henni, vera ágengur í orðum við hana
 dæmi: þingmaðurinn saumaði að ráðherra í ræðunni
 saumaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík