Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

komast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 geta komið eða farið (eitthvert)
 dæmi: hann kemst ekki niður stigann
 dæmi: þeir komust ólöglega inn í landið
 dæmi: sófinn komst ekki inn um dyrnar
 dæmi: bíllinn varð bensínlaus og komst ekki lengra
 dæmi: þau komust ekki í skólann vegna veðurs
 komast ekki úr sporunum
 
 hreyfast ekki úr stað
 2
 
 komast + að
 
 a
 
 komast að
 
 fá rúm, pláss, tíma
 dæmi: hún kemst að hjá lækninum á morgun
 dæmi: það eina sem kemst að hjá henni er áhugamálið
 b
 
 komast að <leyndarmálinu>
 
 uppgötva, fá að vita um leyndarmálið
 c
 
 komast að <krananum>
 
 geta náð til kranans
 dæmi: sjúkrabíllinn komst ekki alveg að húsinu
 3
 
 komast + af
 
 a
 
 komast (lífs) af
 
 sleppa lifandi úr slysi
 dæmi: fjórir komust af þegar flugvélin brotlenti
 b
 
 komast af með <lítið>
 
 þurfa lítið sér til framfæris
 4
 
 komast + á
 
 a
 
 <þessi siður> kemst á
 
 þessi siður verður fastur
 dæmi: sú venja hefur komist á að fjölskyldan búi til jólakort
 b
 
 komast langt á <þrjóskunni>
 
 ná langt með því að vera þrjóskur
 5
 
 komast + áfram
 
 komast áfram
 
 a
 
 geta farið ferða sinna áfram
 dæmi: bílarnir komust ekkert áfram
 b
 
 geta haldið verki áfram
 dæmi: hann kemst ekkert áfram með ritgerðina
 c
 
 halda áfram í keppni
 dæmi: liðið komst áfram eftir fyrri umferðina
 6
 
 komast + fram hjá
 
 komast fram hjá <klettinum>
 
 geta ekki haldið áfram af því að kletturinn er fyrir
 7
 
 komast + frá
 
 komast <vel> frá <ræðunni>
 
 hafa flutt ræðuna vel
 8
 
 komast + fyrir
 
 a
 
 <skápurinn> kemst (ekki) fyrir
 
 það er (ekki) pláss fyrir skápinn
 dæmi: hægindastóllinn komst auðveldlega fyrir í stofuhorninu
 b
 
 komast fyrir <útbreiðslu eldsins>
 
 hefta, hemja útbreiðslu eldsins
 9
 
 komast + hjá
 
 komast hjá <þessu>
 
 sleppa við þetta
 dæmi: þú kemst kannski hjá því að hjálpa til
 dæmi: ég komst ekki hjá að heyra samtal þeirra
 10
 
 komast + inn
 
 a
 
 komast (ekki) inn (í tölvuna)
 
 geta (ekki) opnað tölvuna fyrir notkun
 b
 
 komast inn (í skólann)
 
 hljóta inngöngu í skólann
 11
 
 komast + í
 
 a
 
 komast í <smákökurnar>
 
 öðlast gott aðgengi að þeim (og taka þær)
 dæmi: hundurinn komst í nautasteikina og át hana
 komast í tæri við <flottan sportbíl>
 
 geta snert hann, prófað hann, vera nálægt honum
 b
 
 komast í <vanda>
 
 lenda í vanda
 komast í hann krappan
 
 lenda í miklum vanda eða hættu
 dæmi: tveir menn á árabát komust í hann krappan
 c
 
 komast (ekki) í <jakkann>
 
 geta ekki troðið sér í jakkann (vegna stærðar eða meiðsla)
 dæmi: ég kemst ekki lengur í þessar buxur
 12
 
 komast + til
 
 a
 
 komast til valda
 
 fá völd
 dæmi: ráðherrann komst til valda árið 1950
 b
 
 komast til <þess>
 
 fá tíma eða tækifæri til þess
 dæmi: hann hefur ekki enn komist til að skrifa skýrsluna
 13
 
 komast + undan
 
 a
 
 komast undan
 
 hlaupa burt, sleppa
 dæmi: þjófarnir komust undan á hlaupum
 b
 
 komast undan <þessu>
 
 losna við þetta, sleppa við þetta
 dæmi: ég komst undan því að svara spurningunni
 14
 
 komast + upp
 
 <svindlið> kemst upp
 
 svindlið er dregið fram í dagsljósið, afhjúpað
 15
 
 komast + upp með
 
 komast upp með <þetta>
 
 leyfast þetta óátalið
 dæmi: hún kemst upp með að mæta alltaf of seint
 16
 
 komast + við
 
 komast við
 
 verða hrærður, fara næstum að gráta
 17
 
 komast + yfir
 
 a
 
 komast yfir <lykilinn>
 
 ná tangarhaldi á lyklinum, útvega sér lykilinn
 dæmi: þeir komust yfir lykilorðið hennar
 b
 
 komast yfir <hjartaáfallið>
 
 verða heill aftur, ná sér af hjartaáfallinu
 koma
 kominn
 komandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík