Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gagnvart fs
 
framburður
 orðhlutar: gagn-vart
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 um tengsl/afstöðu/tillit til e-s
 dæmi: reglurnar eru ósanngjarnar gagnvart eldra fólki
 dæmi: hann kom illa fram gagnvart nemendum sínum
 dæmi: allir eiga að hafa sama rétt gagnvart lögum
 2
 
 gamaldags
 gegnt, andspænis, á móti
 dæmi: hann sat gagnvart henni í kirkjunni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík