Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bjóða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 rétta (e-ð) að (e-m), biðja (e-n) að þiggja (e-ð)
 dæmi: hún býður mér alltaf kaffi
 dæmi: flugfreyjurnar buðu farþegunum hressingu
 dæmi: hann bauð henni að fá sér sæti
 dæmi: honum var boðið nýtt starf
 dæmi: hún bauð mér áskrift að tímaritinu
 bjóða <gestinum> inn
 bjóða <þeim> í mat
 bjóða <henni> út
 má bjóða þér <gosdrykk>?
 láta ekki bjóða sér <þetta>
 
 vera ekki tilbúinn að fá þessa meðferð/framkomu
 dæmi: ég læt ekki bjóða mér svona lélega þjónustu
 2
 
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 bjóða góðan dag
 
 segja góðan dag
 dæmi: kennarinn bauð nemendunum góðan dag
 bjóða gott kvöld
 bjóða góða nótt
 bjóða <hana> velkomna
 
 fallstjórn: þolfall
 3
 
 fornt
 skipa (e-m) (e-ð)
 dæmi: konungur bauð að halda til orrustu
 4
 
 bjóða + fram
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 bjóða fram <aðstoð sína>
 
 bjóða aðstoð sína
 dæmi: þeir buðu fram hjálp í erfiðleikunum
 b
 
 bjóða sig fram
 
 fara í framboð, vera í framboði
 dæmi: þrír hafa boðið sig fram í embætti forseta
 bjóða fram
 
 dæmi: flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum
 5
 
 bjóða + í
 
 bjóða í <hestinn>
 
 nefna fjárupphæð til að kaupa hestinn
 6
 
 bjóða + upp
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 bjóða <málverkið> upp
 
 hafa uppboð á málverkinu
 b
 
 bjóða <henni> upp
 
 bjóða henni að dansa
 7
 
 bjóða + upp á
 
 bjóða upp á <veitingar>
 
 bjóða (gestum) veitingar
 dæmi: okkur var boðið upp á hádegismat
 bjóða upp á <góða menntun>
 
 hafa hana í boði
 dæmi: skólinn býður upp á tveggja ára nám í lögfræði
 dæmi: starfið býður upp á mikla tilbreytingu
 8
 
 bjóða + út
 
 a
 
 fallstjórn: þágufall
 bjóða <henni> út
 
 bjóða henni á veitingahús eða skemmtistað
 b
 
 fallstjórn: þolfall
 bjóða <verkið> út
 
 láta fara fram útboð á verkinu
 dæmi: lagning vegarins hefur verið boðin út
 9
 
 bjóða + við
 
 a
 
 frumlag: þágufall
 <mér> býður við <matnum>
 
 maturinn veldur mér ógeði
 b
 
 frumlag: þágufall/það
 ef <mér> býður við að horfa
 
 ef mér þóknast, ef ég vil það
 ef/þegar svo býður við að horfa
 
 ef/þegar svo hentar
 dæmi: forsetinn tók sér alræðisvald þegar svo bauð við að horfa
 bjóðast
 boðinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík