Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vænn lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
  
 með gott innræti, góður
 vera (hinn) vænsti <maður>
 viltu vera svo vænn að <aðstoða mig>
 2
 
 stór, mikill (þ.e. sem partur af e-u stærra)
 dæmi: hún skar væna sneið af kökunni
 dæmi: hann vann væna summu í happdrætti
 2
 
 (skepna)
 feitur, kjötmikill
 dæmi: vænt lamb
 dæmi: hún veiddi tvo væna laxa
  
orðasambönd:
 sjá sér þann kost vænstan að <hrópa á hjálp>
 
 grípa til þess ráðs að kalla á hjálp
 það er ekki seinna vænna að <borga sektina>
 
 það má ekki seinna vera að greiða sektina
 þykja vænt um <hana>
 
 hafa hlýjar tilfinningar í hennar garð
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík