Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tuska no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 efnispjatla til að hreinsa og nudda með t.d. borð, gólf eða húsgögn
 2
 
 ónýt eða óásjáleg flík
 3
 
 einkum í samsetningum
 vesæll eða tilkomulítill maður
 dæmi: manntuska
 dæmi: ræfilstuska
  
orðasambönd:
 vera eins og undin tuska
 
 vera voðalega slappur, illa fyrirkallaður
 það kjaftar á <honum> hver tuska
 
 hann er mjög málglaður
 <þá> var líf í tuskunum
 
 þá var mikið fjör
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík