Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

streyma so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 renna í straumi, flæða
 dæmi: áin streymir í átt til sjávar
 dæmi: heitt vatn streymir upp úr borholunni
 dæmi: gjaldeyrir streymir inn í landið
 2
 
 (um fólk) fara í fjölmennum flokki
 dæmi: nemendur streymdu út úr skólanum
 streyma að
 
 dæmi: mannfjöldinn streymdi að til að hlusta á söngvarann
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 senda upptöku (t.d. af fyrirlestri) viðstöðulaust út á netið
 dæmi: hann ætlar að streyma tónleikunum
 dæmi: fundinum verður streymt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík