Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skreppa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fara stutta ferð eða erindi
 dæmi: ég þarf að skreppa frá smástund
 dæmi: hún skrapp á pósthúsið
 dæmi: ég held að hann hafi skroppið út í búð
 dæmi: þau skruppu til útlanda í fjóra daga
 2
 
 hoppa (um hlut)
 dæmi: skærin skruppu úr höndunum á mér
 <þetta> skrapp upp úr <mér>
 
 ég missti þetta út úr mér
 3
 
 skreppa saman
 
 dragast saman, minnka
 dæmi: steikin skrapp saman í ofninum
 dæmi: jarðvegurinn bólgnar eða skreppur saman eftir rakastigi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík