Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sjá so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 skynja (e-ð) með augunum
 dæmi: við sáum hvítan jökulinn
 dæmi: ég hef aldrei séð hana áður
 dæmi: hún sá að hann var einn
 dæmi: sérðu hvað þetta er fallegt blóm!
 dæmi: sjáðu þessa tertu!
 vera <daufur> að sjá
 2
 
 skilja (e-ð)
 dæmi: þú sérð að þetta er slæm hugmynd
 3
 
 láta sjá sig
 
 fara út á meðal fólks
 láta ekki sjá sig
 
 koma ekki á staðinn, birtast ekki
 4
 
 sjá + að
 
 sjá að sér
 
 bæta ráð sitt, endurskoða fyrri gerðir
 dæmi: hann sá að sér og breytti textanum
 5
 
 sjá + af
 
 a
 
 sjá af <þessu>
 
 láta þetta frá sér, missa þetta
 dæmi: máttu sjá af einum tepoka?
 b
 
 mega ekki af <henni> sjá
 
 vera mjög annt um hana, vilja alltaf hafa hana til staðar
 dæmi: henni þótti svo vænt um hvolpinn að hún mátti aldrei af honum sjá
 6
 
 sjá + á
 
 a
 
 sjá <þetta> á <henni>
 
 greina þetta af fasi hennar og ásýnd
 dæmi: ég sá á honum að hann var dapur
 b
 
 það sér á <henni>
 
 hún hefur sýnileg ummerki eftir óhapp t.d. mar eða rispur
 dæmi: það sér á bílnum eftir áreksturinn
 c
 
 það sér á <henni>
 
 það er sýnilegt að hún á von á barni
 dæmi: hún er ólétt og það er farið að sjá á henni
 7
 
 sjá + á bak
 
 sjá á bak <hestinum>
 
 missa hestinn (oftast af því að hann deyr)
 dæmi: hún varð að sjá á bak ungum unnusta sínum
 8
 
 sjá + eftir
 
 sjá eftir <þessu>
 
 iðrast þessa, óska þess að það hafi aldrei verið
 dæmi: þau sáu eftir því að hafa boðið honum
 dæmi: hann sér eftir tímanum sem hefur farið í þetta
 9
 
 sjá + fram á
 
 sjá fram á <bjartari tíma>
 
 búast við því að framundan séu bjartari tímar
 dæmi: þeir sjá fram á aukna starfsemi fyrirtækisins
 10
 
 sjá + fram úr
 
 sjá (ekki) fram úr <verkefnunum>
 
 geta (ekki) séð að þetta klárist, leysist
 11
 
 sjá + fyrir
 
 a
 
 sjá <þetta> fyrir
 
 vita fyrirfram að þetta yrði svona
 dæmi: við gátum ekki séð þessi vandræði fyrir
 b
 
 sjá <þetta> fyrir sér
 
 sjá þetta í huganum, ímynda sér þetta
 dæmi: við sjáum fyrir okkur gott sýningarrými í austurendanum
 c
 
 sjá fyrir <fjölskyldunni>
 
 vinna fyrir lífsnauðsynjum hennar
 d
 
 sjá <honum> fyrir <ritföngum>
 
 útvega honum ritföng
 dæmi: fyrirtækið sér honum fyrir vinnufatnaði
 e
 
 það sér fyrir endann á <verkfallinu>
 
 það er útlit fyrir að það sé að verða búið
 12
 
 sjá + í
 
 sjá í <selinn>
 
 sjá hluta af selnum, sjá rétt glitta í hann
 dæmi: ég gat rétt séð í kirkjuturninn í þokunni
 það sér ekki í <húsið>
 
 dæmi: það sá ekki í grindverkið fyrir snjó
 13
 
 sjá + í gegnum
 
 sjá í gegnum <þetta>
 
 skilja hvað haft er í huga, átta sig á þessu
 dæmi: kjósendur sáu í gegnum áróðurinn
 14
 
 sjá + til
 
 a
 
 sjá til
 
 bíða og láta málin þróast
 dæmi: sjáum til hvort gatan verður ekki lagfærð
 b
 
 sjá til <hennar>
 
 sjá hana gera e-ð, standa hana að verki
 dæmi: hann athugaði hvort nokkur sæi til hans
 c
 
 sjá til þess
 
 annast það, tryggja það
 dæmi: hann sá til þess að nóg væri af veitingum
 d
 
 sjá til sólar
 
 sjá sólina í gegnum skýin
 það sér til <fjalla>
 
 fjöllin eru sýnileg (í þessu skyggni)
 15
 
 sjá + um
 
 a
 
 sjá um <heimilið>
 
 annast heimilið
 dæmi: hann sá um uppvaskið
 b
 
 sjá sig um
 
 skoða sig um í umhverfinu
 dæmi: þau ætla að sjá sig um á meginlandinu í sumar
 16
 
 sjá + út
 
 sjá <þetta> út
 
 finna, uppgötva
 dæmi: hún sér oft út sniðugar lausnir
 17
 
 sjá + út úr
 
 það sér ekki út úr augum
 
 það sést ekkert, skyggnið er mjög slæmt (fyrir myrkri, þoku eða þéttri hríð)
 18
 
 sjá + við
 
 sjá við <honum>
 
 vera slyngari en hann
 sjást
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík