Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 horn no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 mót tveggja gatna
 [mynd]
 hornið á <Laugavegi og Klapparstíg>
 2
 
 vinkillaga útjaðar á hlutum og flötum og rýmum
 [mynd]
 <sitja> úti í horni
 3
 
 stærðfræði
 vinkill þar sem tvær línur mætast
 [mynd]
 4
 
 hart, oddvasst bein á höfði sumra dýra
 [mynd]
  
orðasambönd:
 bjarga <málinu> fyrir horn
 
 leysa úr aðkallandi vanda
 eiga hauk í horni
 
 eiga góðan vin sem hægt er að leita til
 hafa allt á hornum sér
 
 láta allt fara í taugarnar á sér
 hafa horn í síðu <hans>
 
 vera illa við ...
 hafa í mörg horn að líta
 
 þurfa að sinna mörgu
 mála sig út í horn
 
 koma sér í slæma aðstöðu
 vera harður í horn að taka
 
 vera erfiður viðureignar (í samningum)
 það heyrist hljóð úr horni
 
 það koma viðbrögð frá e-m (einkum til að mótmæla, andmæla)
 það skiptir í tvö horn
 
 viðhorfin eru mjög ólík, menn eru annað hvort með eða á móti
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík