Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hagræða so info
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: hag-ræða
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 hagræða sér
 
 koma sér fyrir (t.d. í stól), láta fara betur um sig
 dæmi: hún hagræddi sér í aftursæti bílsins
 2
 
 koma (e-u) betur fyrir
 dæmi: hann hagræddi á sér bakpokanum
 dæmi: ég hagræddi blómunum í vasanum
 3
 
 gera sparnaðarráðstafanir (í rekstri)
 dæmi: fyrirtækin geta hagrætt rekstrinum
 dæmi: ríkið þarf að hagræða í rekstri
 4
 
 breyta (e-u)
 dæmi: hann hagræðir sannleikanum þegar honum hentar
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík