Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

endi no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 ysti bútur e-s
 endinn á <bandinu; fjölinni; veginum>
 2
 
 afturendi, rass
  
orðasambönd:
 binda enda á <átökin>
 
 ljúka átökunum
 endarnir ná <ekki> saman
 
 maður á ekki fyrir útgjöldum
 sjá (ekki) fyrir endann á <verkinu>
 
 vita ekki hvenær verkinu lýkur
 það er allt á öðrum endanum
 
 það ríkir óreiða, ringulreið
 það sér (ekki) fyrir endann á <þessum deilum>
 
 það er engin lausn á þeim í sjónmáli
 það stóðst á endum að <herinn fór>
 
 það gerðist í beinu framhaldi að herinn fór
 <samþykkja tilboðið> á endanum
 
 taka tilboðinu að lokum
 <sumarið> er á enda
 
 það er liðið, því er lokið
 <rekja söguna> frá upphafi til enda
 
 endursegja söguna frá byrjun til loka
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík