Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

virða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall (+ eignarfall)
 bera virðingu fyrir (e-m)
 dæmi: hann virðir skólastjórann mikils
 dæmi: hún er virt af öllum sem þekkja hana
 dæmi: við eigum að virða lögin
 virða <reglurnar> að vettugi
 
 sniðganga, hunsa reglurnar
 virða <mig> ekki svars
 
 láta ekki svo lítið að svara mér, svara mér ekki
 virða <hana> ekki viðlits
 
 horfa framhjá henni, hirða ekki um hana
 virða <þetta> við <hana>
 
 kunna að meta það hjá henni
 dæmi: ég virði það við hana að hún skilaði peningunum
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 virða <jörðina> til fjár
 
 meta verðgildi hennar, meta hana til peninga
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 virða <þetta> fyrir sér
 
 horfa á þetta, skoða það
 dæmi: hann virti fyrir sér andlit sitt í speglinum
 dæmi: við virtum málverkið lengi fyrir okkur
 virtur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík