Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

telja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 fara með runu af tölum, kasta tölu (á e-ð)
 dæmi: þau töldu peningana
 dæmi: hann taldi stólana í herberginu
 dæmi: stelpan kann að telja upp að hundrað
 2
 
 álíta, finnast, þykja (e-ð)
 dæmi: ég tel hana vera góðan kennara
 dæmi: hann telur að hin aðferðin sé betri
 3
 
 gilda, vera tekinn gildur
 dæmi: ég er með þriggja ára reynslu, telur það ekki?
 4
 
 telja + af
 
 telja <hana> af
 
 álíta að hún sé dáin
 dæmi: allir farþegar flugvélarinnar eru taldir af
 5
 
 telja + á
 
 telja <hana> á <þetta>
 
 tala hana inn á að gera þetta, fá hana til að gera þetta
 dæmi: hann taldi hana á að þiggja starfið
 6
 
 telja + eftir
 
 telja <þetta> ekki eftir sér
 
 gera þetta fúslega, án þess að kvarta
 dæmi: hann taldi ekki eftir sér að þvo upp eftir veisluna
 7
 
 telja + fram
 
 telja fram (til skatts)
 
 gefa upp tölulegar upplýsingar í skattframtali
 dæmi: allar eignir og tekjur eru taldar fram
 8
 
 telja + með
 
 telja <tímaritin> með
 
 taka þau með í talningunni
 dæmi: sjálfboðaliðar eru ekki taldir með á starfsmannalistanum
 9
 
 telja + ofan af
 
 telja <hana> ofan af <þessu>
 
 fá hana til að hætta við þetta
 dæmi: við töldum hann ofan af þessari biluðu hugmynd
 10
 
 telja + upp
 
 telja <nöfnin> upp
 
 þylja nöfnin eitt af öðru
 dæmi: hún taldi upp nokkrar uppáhaldsbækurnar sínar
 teljast
 teljandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík