Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 skipa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 gefa (e-m) skipun, fyrirmæli
 skipa <henni> að <standa upp>
 
 dæmi: kennarinn skipaði stelpunum að þegja
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 haga (e-u) á e-n hátt, raða (e-u) niður
 dæmi: liðið er skipað færustu handboltamönnum
 skipa <gestunum> til borðs
 <bókmenntir> skipa stóran sess <í menningunni>
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 tilnefna (e-ð), setja (e-n) í stöðu
 dæmi: ráðherra skipaði hann í stöðuna
 dæmi: nefnd hefur verið skipuð til að fjalla um málið
 skipa <hana> <prófessor>
 4
 
 skipa + á
 
 hafa á að skipa <færu starfsfólki>
 
 búa yfir góðu starfsfólki, hafa gott starfsfólk
 5
 
 skipa + fyrir
 
 fallstjórn: þágufall
 skipa fyrir
 
 gefa fyrirmæli
 dæmi: ég skipa bara fyrir og læt aðra um að framkvæma
 skipa <honum> fyrir
 
 dæmi: hún skipar okkur fyrir í vinnunni
 skipa <honum> fyrir verkum
 
 dæmi: hún skipar öllum fyrir verkum í borðsalnum
 dæmi: hver er það sem skipar fyrir verkum í bankanum?
 skipa <henni> fyrir um <breytt mataræði>
 
 dæmi: þau skipuðu sendibílstjóranum fyrir um niðurröðun kassanna
 dæmi: heilbrigðisyfirvöld hafa skipað fyrir um lokun veitingahússins
 6
 
 skipa + niður
 
 fallstjórn: þágufall
 skipa <atriðum> niður
 
 dæmi: lögfræðingar þurfa að vita hvernig lagasafninu er skipað niður
 skipast
 skipandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík