Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skinn no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 húð af dýri, gæra, loðfeldur, loðskinn
 2
 
 hörund
 3
 
 gæluorð, með greini
 gæluorð við börn
 litla skinnið
 skinnið mitt
  
orðasambönd:
 axla sín skinn
 
 búast til ferðar
 bjarga eigin skinni
 
 bjarga sjálfum sér
 blautur inn að skinni
 
 rennandi blautur, holdvotur
 brenna í skinninu
 
 vera ákafur (í áhuga sínum eða markmiði)
 hugsa um eigið skinn
 
 hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig
 iða í skinninu
 
 vera fullur eftirvæntingar, óþols
 mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds
 
 það fer um mig hrollur
 <hún> er besta skinn
 
 hún er alveg ágæt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík