Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nærri ao
 
framburður
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 nálægt (e-m/e-u)
 dæmi: ég vil helst búa nærri miðborginni
 dæmi: það er óþægilegt að sitja of nærri leiksviðinu
 dæmi: nokkrir krakkar stóðu þarna nærri og urðu vitni að árekstrinum
 2
 
 um nálægð í tíma
 dæmi: við ætlum aftur heim nærri páskum
 3
 
 nánast alveg
 dæmi: ég var nærri sofnaður þegar þú hringdir
 nærri því
 
 dæmi: ég er nærri því viss um að hann hefur sagt ósatt
 dæmi: fyrirtækið varð nærri því gjaldþrota
 nær
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík