Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 valda so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: (þágufall +) þágufall
 vera orsök (e-s), vera valdur að (e-u)
 dæmi: bókin veldur mér vonbrigðum
 dæmi: fjármálin ollu honum áhyggjum
 dæmi: ógætilegur akstur getur valdið slysum
 dæmi: jarðskjálftinn olli mikilli eyðileggingu
 dæmi: allt þetta olli því að hún fékk embættið
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Valda</i>: Kennimyndir: valda, olli, valdið. Nt. veld. Vh.nt. valdi, vh.þt. ylli. <i>Óveðrið hefur valdið erfiðleikum</i> en ekki „óveðrið hefur ollið eða ollað erfiðleikum“. Orðmyndin <i>ollið</i> er lýsingarháttur þátíðar af sögninni <i>vella</i>.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík