Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skipuleggja so info
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: skipu-leggja
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 raða upp eftir vissri áætlun
 dæmi: skólabyggingin er vel skipulögð
 dæmi: þau ætla að skipuleggja eldhúsið upp á nýtt
 2
 
 undirbúa (e-ð) með markvissum aðgerðum, upphugsa (e-ð)
 dæmi: við erum að skipuleggja stórt matarboð
 dæmi: hann skipuleggur tíma sinn vel
 dæmi: þau skipulögðu göngu yfir öræfin
 dæmi: hópurinn skipulagði mótmælaaðgerðir
 skipulagður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík