Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nær ao
 
framburður
 form: miðstig
 fallstjórn: þágufall
 um (aukna) nálægð (miðstig af nærri)
 dæmi: þú mátt setjast nær mér
 dæmi: farðu ekki nær eldinum
 dæmi: við þokuðum okkur nær
  
orðasambönd:
 það er öðru nær
 
 það er alls ekki svo
 dæmi: er formaðurinn ekki vinsæll? - nei, það er öðru nær, það styður hann enginn
 vera litlu/engu nær
 
 hafa (þrátt fyrir viðleitni) ekki frekari upplýsingar eða vitneskju um e-ð
 dæmi: hefurðu komist að því hver sendi bréfið? - nei, ég er engu nær um það
 <honum> var nær (að ...)
 
 (felur í sér vandlætingu) <hann> hefði ekki átt að gera þetta
 dæmi: ég er að frjósa úr kulda - þér hefði verið nær að búa þig betur
 nærri
 næst
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík