Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hver annar fn
 
framburður
 1
 
 (gagnverkandi fornafn; um þrjá eða fleiri) - tvíyrt fornafn; báðir liðir beygjast (sbr. "hver" og "annar") en sambeygjast ekki; "hver" lagar sig að frumlaginu en "annar" stýrist af sögn eða forsetningu
 dæmi: strákarnir mönuðu hver annan upp
 dæmi: börn eru lík hvert öðru þegar þau eru dúðuð í kuldagalla
 dæmi: þær leiddust til að týna ekki hver annarri í troðningnum
 dæmi: krökkunum þótti mjög vænt um hvert annað
 2
 
 hver ... annar
 gagnverkandi fornafn; um þrjá eða fleiri
 dæmi: fólk rakst hvert í annað í þrengslunum
 dæmi: starfsmennirnir litu undrandi hver á annan
 3
 
 (í líkingum eða samanburði) hvaða maður, hlutur, fyrirbæri o.s.frv. sem er, einhver eða eitthvað af því tagi sem tilgreint er
 dæmi: þú getur alveg komist yfir ána eins og hver annar
 dæmi: fólk leit á frásögnina sem hverja aðra slúðursögu
 dæmi: þeir höguðu sér eins og hverjir aðrir dónar
 dæmi: þetta er ekki verri tilgáta en hver önnur
 4
 
 (í innbyrðis samanburði með miðstigi lýsingarorðs) einn er betri, meiri, verri o.s.frv. en annar af þeim eða því sem vísað er til
 dæmi: þarna var hver tertan annarri glæsilegri
 dæmi: meðfram veginum stóð hver kofinn öðrum verri þótt greinilega væri búið í þeim
 5
 
 (í ýmsum sambönd um röð eða röðun) fyrst einn og svo fylgir næsti o.s.frv.
 hver af öðrum
 
 dæmi: hún opnaði skúffurnar hverja af annarri en fann ekki ausuna
 hver (á) eftir öðrum
 
 dæmi: þeir roguðust með hvern pokann á eftir öðrum þangað til þeir voru orðnir uppgefnir
 hver á fætur öðrum
 
 hver eftir annan
 dæmi: leikarinn fékk hvert hlutverkið á fætur öðru og þótti standa sig vel
 dæmi: stelpan las hverja bókina á fætur annarri
 hver <atburðurinn> rekur annan
 
 á eftir einum <atburði> kemur annar <atburður>
 dæmi: á sviði fjarskipta hefur hver nýjungin rekið aðra undanfarna áratugi
 hver <atburðurinn> tekur við af öðrum
 
 þegar einum <atburði> lýkur tekur annar <atburður> við
 dæmi: í útvarpinu tók hvert lagið við af öðru
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík