Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skipta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 deila (e-u) í parta
 dæmi: hún skipti kökunni í fjóra jafna hluta
 dæmi: krakkarnir skiptu sér í tvö lið
 dæmi: jörðinni er skipt í mörg tímabelti
 það skiptir í tvö horn (um <þetta>)
 2
 
 breyta (e-u) fyrir annað
 dæmi: hann fór í banka til að skipta gjaldeyri
 skipta skapi
 
 breyta um skap
 dæmi: hún er mjög róleg og skiptir aldrei skapi
 skipta litum
 
 verða rjóður eða fölur
 3
 
 skipta sér
 
 (um frumu) klofna í tvo eins hluta
 4
 
 fallstjórn: (þolfall +) þágufall
 <þetta> skiptir <mig> máli
 
 þetta er mikilvægt, þetta hefur mikið gildi fyrir mig
 dæmi: vetrarmyrkrið er hætt að skipta hana máli
 dæmi: það skiptir engu máli hvor hliðin snýr upp
 <þetta> skiptir engu
 
 þetta er ekki mikilvægt
 5
 
 svo dögum skiptir
 
 marga daga í röð, dögum saman
 dæmi: hann lá veikur svo vikum skipti
 7
 
 ef því er að skipta
 
 ef til þess kemur, ef um það er að ræða
 dæmi: ég get vakað alla nóttina ef því er að skipta
 8
 
 skipta + af
 
 skipta sér af <þessu>
 
 hafa afskipti af þessu, blanda sér í þetta
 dæmi: hann skipti sér ekki af rifrildi þeirra
 dæmi: ég vil ekki skipta mér af því hvernig þú hagar lífi þínu
 9
 
 skipta + á
 
 skipta á <þessu tvennu>
 
 láta annað fyrir hitt
 dæmi: þær skiptu á peysunni og skyrtunni
 skipta á barninu
 
 setja hreina bleiu á barnið
 10
 
 skipta + niður
 
 skipta <garðinum> niður
 
 deila garðinum í hluta
 dæmi: gestunum var skipt niður á tvö gistihús
 11
 
 skipta + um
 
 skipta um <vinnu>
 
 breyta um vinnu, fá sér nýja vinnu
 dæmi: hún er búin að skipta um skoðun
 dæmi: hann flýtti sér að skipta um umræðuefni
 dæmi: húsið hefur skipt um eigendur
 skipta um <föt>
 
 fara í önnur föt
 það skiptir um <veður>
 
 veðrið breytist
 12
 
 skipta + upp
 
 skipta upp <arfinum>
 
 deila honum milli erfingjanna
 13
 
 skipta + út
 
 skipta <þessu> út
 
 fjarlægja þetta (og setja annað í staðinn)
 dæmi: hann skipti rúmdýnunni út fyrir nýja
 dæmi: það þarf að skipta út rafhlöðunni
 14
 
 skipta + við
 
 skipta við <hana> á <bókum>
 
 láta hana hafa bókina í stað hinnar
 dæmi: viltu skipta við mig á tímaritum?
 skipta við <þessa búð>
 
 vera í viðskiptum við þessa búð
 dæmi: við skiptum alltaf við sömu kaffibúðina
 skiptast
 skiptur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík