Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 vega so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 vigta (e-ð) á vog
 dæmi: nýfædd börn eru mæld og vegin
 dæmi: hann lét búðarmanninn vega appelsínurnar
 2
 
 vera visst þungur, svo og svo mörg kíló
 vega <50 kíló>
 
 dæmi: sykurinn vegur 500 grömm
 dæmi: báturinn vó 20 tonn
 <ræða forsetans> vegur þungt
 
 yfirfærð merking
 dæmi: orð páfans vega þungt hjá kaþólikkum
 3
 
 jafna e-ð út, draga úr áhrifum e-s
 <ánægjan> vegur upp á móti <þreytunni>
 
 dæmi: árangurinn af lyfinu vegur upp á móti neikvæðum áhrifum þess
 <kostirnir> vega upp <gallana>
 
 dæmi: hvernig er hægt að vega upp eyðingu ósonlagsins?
 4
 
 vega sig upp <á vegginn>
 
 beita handafli til að komast upp á vegginn
 dæmi: hann vó sig upp á þakið með erfiðismunum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík