Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ryðja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 færa hluti burt (úr e-u), rýma (e-ð)
 dæmi: þeir ruddu salinn til að krakkarnir kæmust allir inn
 dæmi: það varð að ryðja siglingarleið gegnum ísinn
 ryðja <grjótinu> burt
 
 fallstjórn: þágufall
 dæmi: við ruddum burt öllu drasli úr stofunni
 dæmi: hún hefur rutt öllum hindrunum úr vegi til að verða prófessor
 ryðja sér braut/leið
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 hreinsa frá t.d. tré til að komast leiðar sinnar
 dæmi: við ruddum okkur braut gegnum skóginn
 2
 
 ryðja (út) úr sér / upp úr sér <þessum orðum>
 
 fallstjórn: þágufall
 segja þessi orð hratt og ákaft
 dæmi: hann ruddi úr sér fjórum vísum í afmælinu
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 ryðja sér til rúms
 
 öðlast útbreiðslu, verða algengur
 dæmi: svona skór hafa verið að ryðja sér til rúms að undanförnu
 ryðjast
 ruddur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík