Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hvellur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 hátt og hvellt hljóð
 dæmi: það heyrðist hár hvellur við sprenginguna
 2
 
 skyndilegt óveður
 dæmi: í byrjun febrúar kom mikill hvellur með kulda og hríð
 3
 
 læti, uppistand
 dæmi: það varð mikill hvellur vegna málsins og borgarstjórinn sagði af sér
  
orðasambönd:
 <hann vill fá matinn> í einum hvelli
 
 hann vill fá að borða umsvifalaust
 <við þurfum að ganga frá þessu> í grænum hvelli
 
 við verðum að leysa málið á stundinni
 <biðja hann að koma> í hvelli
 
 óska eftir að hann komi strax
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík