Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 efni no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 mælanleg fyrirbæri eða hlutir, hinn fasti hlutveruleiki
 dæmi: efni og orka
 2
 
 efnafræði
 ákveðið frumefni eða sameindir sem mynda heild með ákveðnum einkennum
 dæmi: efnið er eldfimt
 3
 
 ofinn dúkur til að nota í t.d. föt
 dæmi: röndótt efni úr bómull
 4
 
 efniviður
 dæmi: við eigum nóg efni í grindverkið
 5
 
 viðfangsefni, umræðuefni
 dæmi: nemandinn valdi sér efni í ritgerðina
 fara út fyrir efnið
 
 dæmi: hann fór út fyrir efnið í ræðunni
 halda sér/sig við efnið
 
 dæmi: reyndu að halda þig við efnið
 halda <honum> við efnið
 
 láta hann halda einbeitingu sinni við verkið
 6
 
 einkum í samsetningum
  
 (um mann) góður efniviður, hentugur í e-t hlutverk
 dæmi: hann er efni í góðan fiðluleikara
 dæmi: hún er ráðherraefni flokksins
 7
 
 atriði, mál
 það/nú er illt í efni
 
 ástandið er ekki gott, þetta lítur illa út
 <það vantar stefnu> í þessum/þeim efnum
 <fá bréf> þess efnis að <styrkur hafi fengist>
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík