Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

duga so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 endast, nægja (e-m)
 dæmi: þetta magn af sykri dugar mér fram að jólum
 dæmi: bólusetningin dugir ævilangt
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 koma að gagni, gagnast (e-m)
 dæmi: bíllinn hefur dugað henni í tólf ár
 dæmi: það dugaði ekki að skipta um ljósaperu, eitthvað annað er bilað
 <þetta> dugði ekki til
 
 þetta nægði ekki
 dæmi: ég hvatti hann til að koma með en það dugði ekki til
 3
 
 sýna dug, vera vaskur í lund
 að duga eða drepast
 
 sýna dug eða bíða ósigur
 dugandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík