Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

drepa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 taka líf (e-s), láta (e-n) deyja
 dæmi: kötturinn minn drepur allar mýs sem hann nær í
 dæmi: hann réðst á manninn og drap hann
 dæmi: hún drap manninn sinn á eitri
 2
 
 drepa + á
 
 a
 
 drepa á dyr
 
 banka á hurðina
 dæmi: hún gekk upp að húsinu og drap á dyr
 b
 
 drepa á <tvö atriði>
 
 minnast á tvö atriði
 dæmi: ég get ekki greint frá öllum fyrirlestrinum en ég skal drepa á það helsta
 c
 
 drepa á <bílnum>
 
 slökkva á vél bílsins
 dæmi: ég drap á bílnum og stökk út
 <bíllinn> drepur á sér
 
 vél bílsins stöðvast
 dæmi: jeppinn drap á sér uppi á heiðinni
 3
 
 drepa + niður
 
 drepa niður <áhugann>
 
 bæla niður ...
 dæmi: þessi deildarstjóri drepur niður vinnugleði starfsmannanna
 dæmi: framkoma kennarans drap niður löngun nemandans til að standa sig vel
 niðurdrepandi
  
orðasambönd:
 drepa tímann
 
 stytta sér stundir meðan beðið er
 dæmi: ég drap tímann með því að fara í búðir
 drepa <málinu> á dreif
 
 þegja málið í hel, humma málið fram af sér
 dæmi: stjórnvöld eru ásökuð um að drepa umræðunni á dreif
 drepast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík