Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

draga so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 beita togkrafti (á e-ð)
 dæmi: hún dró af sér stígvélin
 dæmi: hann dregur stólinn að glugganum
 dæmi: þeir draga netin úr sjónum
 dæmi: hún dró vinkonu sína á kaffihús
 draga andann
 
 anda
 dæmi: hún var hætt að draga andann
 2
 
 teikna (e-ð)
 dæmi: hún dró stóran hring á blaðið
 3
 
 taka miða eða spil af handahófi
 dæmi: miðar voru dregnir upp úr hattinum
 4
 
 tefja (e-ð), seinka (e-u)
 dæmi: hann dró í mánuð að svara bréfinu
 draga <verkið> á langinn
 
 tefja verkið mikið
 5
 
 draga sér fé
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 taka til sín fé í leyfisleysi
 6
 
 ná ákveðna vegalengd (um skotvopn)
 dæmi: vatnsbyssan dregur fjóra metra
 7
 
 duga, endast
 dæmi: peningarnir drógu ekki langt
 8
 
 eftir því sem <fjær> dregur
 
 þegar lengra er farið
 dæmi: snjórinn dýpkaði eftir því sem ofar dró
 þegar <austar> dregur
 
 lengra í <austur>átt
 dæmi: skógurinn þéttist þegar sunnar dregur
 9
 
 draga + að
 
 a
 
 draga að sér athygli
 
 taka til sín athygli, vera áberandi
 dæmi: rauðmálaða byggingin dregur til sín mikla athygli
 <borgin> dregur til sín <ferðamenn>
 
 margir ferðamenn fara til borgarinnar
 b
 
 það dregur að <jólum>
 
 jólin nálgast
 dæmi: auglýsingar voru áberandi þegar dró að kosningunum
 10
 
 draga + af
 
 a
 
 draga ekki/hvergi af sér
 
 hlífa sér ekki
 b
 
 það dregur af <honum>
 
 hann missir kraft, mátt, orku
 dæmi: með kvöldinu dró af sjúklingnum og hann lést um nóttina
 það er af <honum> dregið
 
 hann er mjög þreyttur, máttlítill
 dæmi: þegar þeim var bjargað var svo af þeim dregið að þeir gátu varla staðið
 c
 
 <lýsingarorðið> er dregið af <nafnorði>
 
 það er búið til út frá nafnorði
 dæmi: skammarlegur er dregið af skömm
 11
 
 draga + á
 
 a
 
 draga á <skíðamanninn>
 
 minnka bilið milli mín og hans
 b
 
 draga <hana> á <svarinu>
 
 svara henni seint
 12
 
 draga + fram
 
 a
 
 draga fram <samlokur>
 
 koma með, taka fram samlokur
 b
 
 draga fram lífið
 
 rétt lifa, lifa með naumindum
 dæmi: þeir drógu fram lífið á fátæklegum vistum
 c
 
 <saltið> dregur fram <bragð matarins>
 
 saltið skerpið bragð matarins
 13
 
 draga + frá
 
 a
 
 draga <tvo> frá <fjórum>
 
 taka 2 frá 4, lækka 4 um 2
 frádreginn
 b
 
 draga (gardínuna) frá (glugganum)
 
 toga gardínuna frá glugganum
 dæmi: hún dró gluggatjaldið frá og leit út
 dæmi: það var dregið frá öllum gluggum
 c
 
 það dregur frá sólinni/tunglinu
 
 skýin færast frá sólinni
 14
 
 draga + fyrir
 
 a
 
 draga (gardínuna) fyrir (gluggann)
 
 toga gardínuna fyrir gluggann
 b
 
 það dregur fyrir sólina/tunglið
 
 ský fer fyrir sólina
 15
 
 draga + inn
 
 draga inn klærnar
 
 (um rándýr) toga klærnar upp í slaka stöðu svo að þær sjást ekki lengur
 16
 
 draga + inn í
 
 draga <hana> inn í <deiluna>
 
 gera hana að þátttakanda í deilunni
 17
 
 draga + í
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 draga í sig <vökva>
 
 sjúga upp vökva
 b
 
 draga í rafmagn
 
 koma fyrir rafmagnsleiðslum í húsi
 18
 
 draga + með
 
 draga <hana> með (sér)
 
 taka hana með sér
 dæmi: þau fóru í bíó og drógu mig með
 19
 
 draga + niður í
 
 draga niður í <ljósunum>
 
 dempa ljósin, minnka styrk þeirra
 20
 
 draga + saman
 
 a
 
 draga saman <helstu atriðin>
 
 taka þau saman, gera yfirlit yfir helstu atriðin
 b
 
 <þau> eru að draga sig saman
 
 þau eru að byrja ástarsamband
 c
 
 það dregur saman með <þeim>
 
 bilið milli þeirra minnkar
 21
 
 draga + sundur
 
 það dregur sundur með <þeim>
 
 bilið milli þeirra eykst
 22
 
 draga + til
 
 það dregur til tíðinda
 
 það gerist eitthvað mikilvægt
 dæmi: loksins er farið að draga til tíðinda í rannsókn sakamálsins
 23
 
 draga + til baka
 
 draga <umsóknina> til baka
 
 hætta við hana, afturkalla hana
 dæmi: ég krefst þess að þú dragir orð þín til baka
 24
 
 draga + undan
 
 a
 
 draga undan <stórfé>
 
 taka sér stórfé í leyfisleysi
 b
 
 draga ekkert undan
 
 segja ófeimið frá öllu
 dæmi: höfundurinn dregur ekkert undan í endurminningum sínum
 25
 
 draga + upp
 
 a
 
 draga upp <sígarettupakka>
 
 taka upp, taka fram vindlingapakka
 b
 
 draga upp <kort af svæðinu>
 
 rissa upp kort af svæðinu
 26
 
 draga + upp úr
 
 draga <lykil> upp úr <vasanum>
 
 taka lykil upp úr vasanum
 27
 
 draga + úr
 
 draga úr <kostnaði>
 
 minnka kostnaðinn
 dæmi: stofnunin verður að draga úr útgjöldum
 það dregur úr <snjókomunni>
 
 snjókoman minnkar
 <lyfið> dregur úr <höfuðverknum>
 
 lyfið minnkar hann
 28
 
 draga + út úr
 
 draga sig út úr <fyrirtækinu>
 
 hætta að starfa innan fyrirtækisis
 dragast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík