Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

djúpur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem nær langt niður í jörðina eða undir yfirborð e-s
 dæmi: djúp jökulsprunga
 dæmi: vatnið er djúpt á þessum stað
 dæmi: við settumst í djúpan, þægilegan sófa
 djúpur diskur
 
 súpudiskur
 2
 
 sem er vissa fjarlægð frá ystu brún
 dæmi: skápurinn er 50 sm djúpur
 3
 
 (hljóð, rödd)
 af hárri tíðni, litlum sveiflufjölda
 dæmi: hann söng með djúpri bassarödd
 4
 
 sterkur, af miklum styrkleika
 a
 
 (svefn, dá)
 dæmi: hann svaf djúpum svefni
 b
 
 (tilfinning, sorg, þrá)
 dæmi: þessi atburður hafði djúp áhrif á hana
 c
 
 (litur)
 dæmi: djúpur, blár litur
 5
 
 (hugsun; viska)
 sem nær langt undir yfirborðið
 dæmi: í bókinni er djúp speki
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík