Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

deyja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 látast, týna lífinu
 dæmi: hann fékk hjartaslag og dó
 deyja af slysförum
 
 dæmi: hann dó ungur að aldri af slysförum
 deyja af sárum sínum
 deyja drottni sínum
 
 deyja
 dæmi: listamaðurinn dó drottni sínum allslaus í Kaupmannahöfn
 deyja úr <lungnabólgu>
 
 dæmi: hún dó úr krabbameini fyrir fimm árum
 vera að deyja úr <þreytu>
 
 dæmi: allir voru að deyja úr hlátri yfir grínþættinum
 2
 
 sofna út af vegna drykkju
 dæmi: hann drakk mest allra í samkvæminu og dó að lokum
 3
 
 deyja + út
 a
 
 <tónarnir> deyja út
 
 tónarnir hljóðna smám saman
 dæmi: maðurinn fjarlægðist og skóhljóðið dó hægt út
 b
 
 tegundin verður útdauð, hættir að vera til
 <fuglategundin> deyr út
 dæmi: geirfuglinn dó út á 19. öld
  
orðasambönd:
 deyja ekki ráðalaus
 
 finna eitthvert úrræði
 dáinn
 deyjandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík