Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

detta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 missa jafnvægið, falla um koll
 dæmi: bókin datt af borðinu
 dæmi: gleraugun duttu á gólfið
 dæmi: hann datt í hálkunni
 dæmi: húfan dettur alltaf af mér
 2
 
 frumlag: þágufall
 <mér> dettur þetta í hug
 
 ég fæ þessa hugmynd
 dæmi: honum datt í hug að færa skrifborðið
 <mér> dettur þetta ekki í hug
 
 ég hef þetta ekki í hyggju, hef ekki áhuga á þessu
 dæmi: mér dettur ekki í hug að svara þessu
 3
 
 detta + á
 
 það dettur á <þoka>
 
 þoka kemur skyndilega yfir
 4
 
 detta + inn
 
 detta inn
 
 óformlegt
 koma inn
 dæmi: við duttum inn á málverkasýningu um daginn
 5
 
 detta + í
 
 detta í það
 
 fara á fyllirí
 allt datt í dúnalogn
 
 allt varð skyndilega hljótt
 dæmi: allt datt í dúnalogn þegar forsetinn gekk inn í salinn
 6
 
 detta + niður á
 
 detta niður á <þetta>
 
 finna þetta, rekast á þetta
 dæmi: ég datt niður á skemmtilega litla búð
 dæmi: þeir duttu niður á góða lausn á vandanum
 7
 
 detta + upp fyrir
 
 <fundurinn> datt upp fyrir
 
 fundurinn féll niður, hætt var við fundinn
 8
 
 detta + úr
 
 <þetta> er dottið úr <mér>
 
 ég er búin að gleyma þessu
 dæmi: það er alveg dottið úr mér hvað hann heitir
 9
 
 detta + út
 
 detta út
 
 1
 
 missa athyglina
 dæmi: hann datt út smástund á fyrirlestrinum
 2
 
 rofna stutta stund
 dæmi: símasambandið datt út í nokkrar sekúndur
 10
 
 detta + út af
 
 detta út af
 
 sofna
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík