Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

dauður lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 ekki á lífi, dáinn
 detta niður dauður
 liggja dauður
 vera nærri dauður <úr kulda>
 2
 
 a
 
 án athafnalífs, líflaus
 dæmi: mér fannst þessi borg gersamlega dauður staður og lítið gaman þar
 b
 
 (sjór)
 fisklaus, sem illa veiðist í
 3
 
 meðvitundarlaus af áfengisneyslu
  
orðasambönd:
 dauðir hlutir
 
 alls kyns hlutir og eignir (gagnstætt við manneskjur)
 dæmi: hann hefur engan áhuga á dauðum hlutum
 ganga af <honum> dauðum
 
 drepa hann
 dæmi: þetta hneykslismál er að ganga af flokksstjórninni dauðri
 rísa upp frá dauðum
 
 lifna við eftir að hafa verið í dvala eða dáinn
 vera ekki dauður úr öllum æðum
 
 geta enn þá sýnt dug eða kraft
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík