Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

dauði no kk
 
framburður
 beyging
 það að deyja, andlát, lát
 liggja fyrir dauðanum
 
 liggja banalegu
  
orðasambönd:
 á dauða mínum átti ég von
 
 nú er ég hissa, þetta var óvænt
 gefa dauðann og djöfulinn í <allar viðvaranir>
 
 skeyta ekkert um ...
 lepja dauðann úr skel
 
 komast illa af fjárhagslega, vera bláfátækur
 vera dauðans matur
 
 eiga á hættu að deyja háskalega, farast
 <þetta er> dauðans vitleysa
 
 þetta er alger vitleysa, bölvuð vitleysa
 <sjúkdómurinn> dregur <hana> til dauða
 
 hún deyr af völdum sjúkdómsins
 <ég styð hana> fram í rauðan dauðann
 
 ... staðfastlega, hvað sem það kostar
 <flýja> í dauðans ofboði
 
 ... í óttablandinni skyndingu
 <þeir börðust> upp á líf og dauða
 
 ... þar til annar var drepinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík