Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bæta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-ð) betra
 dæmi: nemandinn þarf að bæta einkunnirnar
 dæmi: íþróttamaðurinn hefur bætt árangur sinn
 bæta ráð sitt
 
 sýna betri hegðun
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 auka (e-u) við (e-ð)
 dæmi: bætið sítrónusafanum í sósuna
 dæmi: geturðu bætt vínflöskunni á reikninginn?
 dæmi: hann bætti fjórum sykurmolum út í kaffið
 3
 
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 gefa (e-m) skaðabætur, uppbót, sárabætur
 dæmi: tryggingin bætir tjónið
 dæmi: hún bætti honum skaðann sem hundurinn olli
 fá <tjónið> bætt
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 setja bót á (flík)
 dæmi: ég ætla að bæta hnén á buxunum
 5
 
 bæta + á
 
 fallstjórn: þágufall
 bæta á sig
 
 fitna
 dæmi: mér sýnist strákurinn hafa bætt á sig
 dæmi: ég bætti á mig tíu kílóum í sumar
 bæta á sig <öðru verkefni>
 
 taka að sér annað verkefni
 það er ekki á <vitleysuna> bætandi
 
 það er nóg komið af vitleysu
 6
 
 bæta + fyrir
 
 greiða fyrir (e-a misgerð)
 dæmi: veggjakrotarinn vildi bæta fyrir brot sitt
 7
 
 bæta + upp
 
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 gefa (e-m) uppbót (fyrir e-ð)
 dæmi: starfsmönnunum verður bætt upp helgarvinnan
 dæmi: hann baðst fyrirgefningar og bauðst til að bæta henni þetta upp
 8
 
 bæta + úr
 
 koma (e-u) í lag, laga (e-ð)
 dæmi: hann var peningalaus en ég gat bætt úr því
 dæmi: vegirnir eru hræðilegir og stjórnvöld verða að bæta úr því
 9
 
 bæta + við
 
 fallstjórn: þágufall
 a
 
 segja (e-ð) að auki
 dæmi: ég hringi á eftir, bætti hann við
 b
 
 auka (e-u) við e-ð
 dæmi: hann bætti við jarðarberjum í desertinn
 dæmi: þau hafa bætt við fimmta barninu
  
orðasambönd:
 bæta gráu ofan á svart
 
 gera stöðuna verri
 bætast
 bættur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík