Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

búningur no kk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: bún-ingur
 1
 
 fatnaður annar en hversdagsföt, einkennisbúningur, skólabúningur o.s.frv.
 dæmi: búningur fótboltaliðsins er blár og gulur
 2
 
 grímubúningur
 dæmi: krakkarnir fengu að mæta í búningum í skólann
 3
 
 þjóðbúningur
 dæmi: konur á íslenskum búningi
 4
 
 gervi, ásýnd
 dæmi: hugmynd fær ekki vængi nema hún sé færð í listrænan búning
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík