Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

búinn lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 klæddur
 dæmi: hún var að fara í veislu og var skrautlega búin
 vera <vel> búinn
 
 vera hlýlega klæddur
 2
 
 sem hefur lokið við e-ð, sem er lokið
 dæmi: eruð þið búin að borða?
 dæmi: hún er búin að fá vinnu
 dæmi: hann er búinn með peningana
 dæmi: peningarnir eru búnir
 3
 
 undirbúinn, tilbúinn
 vera búinn til <bardaga>
 vera <vel> búinn undir <prófið>
 4
 
 með réttan búnað, útbúinn
 dæmi: tilraunastofan er mjög vel búin
 <skipið> er búið <tækjum>
  
orðasambönd:
 vera boðinn og búinn (til) að <hjálpa>
 
 vera fús til að hjálpa
 vera (alveg) búinn
 
 vera aðframkominn, örþreyttur
 vera búinn að vera
 
 a
 
 hafa misst öll sín áhrif
 dæmi: hann er búinn að vera í stjórnmálum
 b
 
 vera aðframkominn, örþreyttur
 dæmi: þau voru búin að vera eftir hreingerninguna
 vera búinn á því
 
 óformlegt
 vera örmagna, uppgefinn
 dæmi: ég var að koma úr tíu daga gönguferð og alveg búin á því
 vera (ekki) í stakk búinn til <að mæta erfiðleikum>
 
 vera (ekki) undirbúinn, tilbúinn að að mæta erfiðleikum
 vera <hæfileikum> búinn
 
 hafa hæfileika
 vera <vel> efnum búinn
 
 vera efnaður, eiga mikla peninga
 búa
 búast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík